ALGENGAR SPURNINGAR

  • Home
  • ALGENGAR SPURNINGAR

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Algengar spurningar. Fyrir neðan má finna svör við spurningum um uppsetningu, afslátt af verði, biðtíma eftir sendingu á krókum eða ábyrgð.

Hvað tekur langan tíma að setja upp dráttarbeisli með rafmagnstengi?

Tími uppsetningar fer eftir tegund bíls sem festa á beislið á. Að jafnaði tekur það um 4-5 tíma.

Hversu lengi þarf að bíða eftir uppsetningu á dráttarbeisli með rafmagnstengi?

Það fer eftir árstíð hve biðtíminn er langur. Á vorin og sumrin er biðtíminn frá 7 dögum upp að 3 vikum. Á haustin og veturna styttist tíminn í tvo eða nokkra daga.

Er hægt að semja um lægra verð í heildsölu?

Að sjálfsögðu. Í heildsölu semjum við sérstaklega um verð við hvern viðskiptavin fyrir sig.

Hvað tekur langan tíma frá pöntun þangað til sending berst?

Biðtími fer eftir framboði vörunnar. Ef að varan er til á lager hjá okkur sendum við hana næsta virka dag eftir pöntun. Ef að pantað er snemma morguns er möguleiki á að varan verði send sama virka dag.

Hvað þarf ég að bíða lengi eftir sendingu ef valinn krókur er ekki til á lager?

Biðtími eftir sendingu er oftast um 3-7 vikur en það getur komið fyrir að krókurinn hafi verið pantaður fyrir, þá styttist tíminn í 1-3 vikur.

Er ábyrgð á beislunum?

Já.

Hvaða hámarksþyngd má bíllinn minn draga?

Hámarksþyngd eftirvagns sem bíll má draga er ákveðin fyrirfram af framleiðanda.

Getið þið sett upp krók heima hjá viðskiptavin?

Því miður er það ekki mögulegt. Við höfum aldrei boðið upp á það vegna þess að við þurfum að nota sérhæfð tæki sem við erum með á verkstæðinu.

Þarf að kóða tengið að lokinni uppsetningu?

Slík ákvörðun er einstaklingsbundin eftir því í hvernig bíl á að setja upp beislið.

Getið þið kóðað raftengið?

Við kóðum raftengi fyrir flestar gerðir bíla. Í einstaka tilfellum er nauðsynlegt að dreifingaraðili sjái um að kóða tengið.

Hvernig þarf að búa bílinn undir uppsetningu á krók og raftengi?

Til að uppsetningin gangi hratt og auðveldlega fyrir sig nægir að framkvæma þessi þrjú skref:
• Bíllinn þarf að vera hreinn.
• Skottið þarf að vera tómt.
• Allur aukabúnaður, eins og barnabílstólar í aftursætunum, þarf að verða fjarlægður.